Norðurljósahlaup Orkusölunnar

Komdu með í Norðurljósahlaupið!

Norðurljósahlaup Orkusölunnar fer fram laugardaginn 3. febrúar kl. 19. Upphitun hefst kl.18. Um er að ræða 4-5 km hlaupaupplifun um miðbæ Reykjavíkur.
Engin tímataka er í hlaupinu. Norðurljósahlaup Orkusölunnar snýst um heilbrigða líðan, skemmtun og að njóta á undraverðu kvöldi með vinum og fjölskyldu.

Allir þátttakendur fá upplýstan varning sem lýsir í gegnum allan viðburðinn, glaðning frá 66°Norður, armband sem blikkar í takt við tónlistina og túpu af andlitsmálningu.

Komdu með í stuðið!