JólaStuð í Lystigarðinum á Akureyri 16. desember

Orkusalan býður í JólaStuð í Lystigarðinum á Akureyri þriðjudaginn 16.desember frá kl 16:00 - 20:00. JólaStuð er fjölskylduvænn og hátíðlegur viðburður með jólabasar, tónleikum með Páli Óskari og skemmtilegum heimsóknum. Orkusalan hefur sett upp frábæra dagskrá þar sem þú getur hlaðið batteríin og fyllt á þína orku í aðdraganda hátíðanna.

Dagskrá

  • Jólabasar Dunda kl. 16:00-20:00 inni í LYST
  • Lúðrasveit Akureyrar kl 17:00 - 17:30
  • Páll Óskar kl.17:30 - 18:10, eftir tónleikana verður hægt að fá eiginhandaráritun og kaupa nýju plötuna hans og Benna Hemm Hemm
  • Jólasveinar mæta á svæðið
  • Heitt kakó, kaffi og smákökur í boði Orkusölunnar og LYST

Við tókum þau Sigmundínu Söru Þorgrímsdóttur sérfræðing í markaðsmálum hjá Orkusölunni og Reyni Gretarsson eiganda Lyst á tal:

Af hverju JólaStuð í Lystigarðinum?

"Við erum styrktaraðilar í Vetrarhlaupaseríu LYST með Ungmennafélagi Akureyrar og höfum séð að það er ekkert eðlilega mikið stuð á Akureyri og miklir möguleikar í Lystigarðinum. Við vildum gera eitthvað meira og úr varð JólaStuð í Lystigarðinum. Við viljum auðvitað líka gefa af okkur til samfélagsins á Akureyri en nýlega hefur fjöldi Akureyringa komið í viðskipti til Orkusölunnar þegar Fallorka hætti sölu á rafmagni. Við vonumst svo sannarlega til þess að vel verði tekið á móti okkur og fólk komi og gleðjist með okkur í aðdraganda hátíðanna".

Það er alltaf ljúft á Akureyri og Lystigarðurinn einstakur ekki satt?

"Jú það er alltaf góð stemning á Akureyri, en hér í Lystigarðinum er hún svo sannarlega rafmögnuð" segir Sigmundína. "Við hlökkum til að eiga notalega stund saman í aðdraganda hátíðanna og fylla á okkar orku, það gleymist oft í allri jólaösinni. Við lofum mikilli gleði og auðvitað að vera með ykkur í stanslausu stuði!" segir Sigmundína.

En hvað verður svo boðið upp á?

"Það verður nóg um að vera, Dunda markaðstorg verður með jólabasar inni í LYST, Lúðrasveit Akureyrar hefur leikinn en síðan mun sjálfur stuðkóngurinn Páll Óskar mæta á svæðið og stýra stuðinu. Boðið verður uppá kaffi, kakó og smákökur í samstarfi við LYST veitingahús, þannig það er nóg um að vera! segir Sigmundína.

Reynir sem rekur Lyst segist hafa verið mjög spenntur þegar Orkusalan hafði samband og vildi taka þátt í að gera eitthvað skemmtilegt í Lystigarðinum:

"Ég hef frá upphafi viljað gera sjálfan Lystigarðinn að stað sem fólk geti heimsótt allt árið og svona verkefni ýta undir það. Jafnframt vil ég þakka Akureyrarbæ kærlega fyrir stuðninginn og gott samstarf.”

Orkusalan vonast til að sjá sem flesta í góðu jólastuði á morgun!