Magnús Kristjánsson með viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar 2025 til handa Orkusölunni.

Jafnvægisvogin: Orkusalan verðlaunuð fjórða árið í röð

Fyrr í þessum mánuði hlaut Orkusalan viðurkenningu Jafnvægisvogar FKA við hátíðlega athöfn. Við erum stolt af þessari viðurkenningu og erum nú sem áður ánægð að tilheyra fyrirtæki sem sýnir í verki að jafnrétti skipti máli.

Jafnvægisvoginni er ætlað að virkja íslenskt viðskiptalíf til að verða fyrirmynd jafnréttis fyrir aðrar þjóðir. Tilgangur Jafnvægisvogarinnar er að auka jafnvægi kynja í efsta lagi stjórnunar fyrirtækja í íslensku viðskiptalífi með það að markmiði að árið 2027 verði 40/60 kynjahlutfall í framkvæmdastjórnum fyrirtækja á Íslandi.

Jafnrétti borgar sig!
Jafnrétti er ákvörðun!