Innskráning með Íslykli hættir að virka 1. september
Mánudaginn 26. ágúst sendum við tölvupóst til fyrirtækja sem eru í viðskiptum við Orkusöluna. Tilefnið er að þann 1. september næstkomandi mun Ísland.is hætta stuðningi við Íslykil og innskráningu með skilríkjum á korti.
Í kjölfar þess mun Orkusalan ekki lengur geta boðið upp á innskráningu á Mínar síður með Íslykli og skilríkjum á korti.
Þess í stað hvetjum við viðskiptavini, sem notast hafa við Íslykil eða skilríki á korti, til þess að skrá sig inn á Mínar síður fyrir 1. september og veita umboð þeim einstaklingum sem í kjölfarið geta notað rafræn skilríki til þess að skrá sig inn fyrir hönd félagsins.
Eftir 1. september verður þó áfram hægt að notast við lykilorð til innskráningar á Mínar síður. Viðskiptavinir geta sjálfir endurstillt gleymt lykilorð og fengið nýtt lykilorð afhent í rafræn skjöl í netbanka.
Á þessari síðu höfum við útbúið leiðbeiningar og myndband sem útskýrir veitingu umboða ásamt nánari upplýsingum um innskráningarmöguleika á Mínar síður.