Orkusalan hefur hlotið jafnlaunavottun frá Jafnréttisstofu
Í febrúar fengum við jafnlaunavottun frá Jafnréttisstofu, en fyrirtæki af okkar stærðargráðu þurfa að ljúka við innleiðingu þessarar vottunar fyrir árslok 2022. Þessi innleiðing er mikilvægur þáttur í okkar velferð og er stefna Orkusölunnar að allt starfsfólk óháð kyni, njóti jafnra launa og sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf, þannig að enginn ómálefnanlegur launamunur sé til staðar.
Orkusalan er stolt af þeirri vinnu og þeim lærdómi sem dreginn var af innleiðingunni.
Til hamingju Orkusalan og til hamingju konur með alþjóðlegan baráttudag kvenna!