Hraðhleðslustöðvar á Akureyri

Nú standa yfir lagfæringar og betrumbætur á hraðhleðslustöðvum Orkusölunnar á Akureyri en þær eru því óvirkar í dag, mánudaginn 5.júní og þriðjudaginn 6.júní.

Bætt aðgengi fyrir öll er okkur hjartans mál og mun ný og endurbætt hraðhleðslustöð á Akureyri vera aðgengileg öllum. CCS tengjum verður fjölgað úr tveimur í þrjú og biðin styttist fyrir rafbílaeigendur.

Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.