Hleðslustöð í áskrift
Orkusalan kynnir nú til leiks nýja áskriftarleið á hleðslumarkaði: Heimastuð
Heimastuð Orkusölunnar er áskriftarleið fyrir heimili og fyrirtæki þar sem hægt er að leigja hleðslustöðvar fyrir bíla gegn vægu gjaldi og minnka þannig upphafskostnaðinn við að geta hlaðið rafbíla þar sem hverjum og einum hentar.
„Með því að leigja hleðslustöð hjá Orkusölunni greiðir þú lægri kostnað í upphafi miðað við að kaupa þína eigin hleðslustöð. Kosturinn er líka sá að rekstur stöðvarinnar, bilanir og möguleg útskipti eru á ábyrgð Orkusölunnar. Eina skilyrðið fyrir áskriftinni er að þú kaupir rafmagnið af Orkusölunni þar sem stöðin er sett upp,“ útskýrir Heiða.