Halla Marinósdóttir er nýr stjórnandi hjá Orkusölunni.

Halla Marinósdóttir nýr stjórnandi hjá Orkusölunni

Halla Marinósdóttir hef­ur verið ráðin stjórnandi á sviði árangurs og umbóta hjá Orku­söl­unni.

Halla mun leiða vinnu Orkusölunnar á sviði sjálfbærni, umbóta og gæðamála. Halla mun styðja forstjóra og framkvæmdastjóra félagsins í daglegum verkefnum auk þess að sjá um málefni á sviði mannauðs og lögfræði. Hún mun sitja í framkvæmdastjórn fyrirtækisins.

Um er að ræða nýja stöðu innan Orkusölunnar en fyrirtækið hefur ráðist í skipulagsbreytingar í kjölfar stefnumótunarvinnu. Halla hefur gegnt stöðu öryggis, umhverfis og gæðastjóra fyrirtækisins undanfarin 3 ár.

„Ég er mjög spennt fyrir þeim breytingum sem Orkusalan er að ganga í gegum og ekki síst mínu nýja hlutverki. Ég er heppin að hafa fengið að vaxa í starfi innan Orkusölunnar en frá því að ég byrjaði hef ég sinnt fjölbreyttum og ólíkum störfum sem ég nýt góðs af í dag. Mér finnst skemmtilegt að vera með marga bolta á lofti í einu og hlakka til að takast á við þær áskoranir sem fram undan eru,“ segir Halla.

Orku­sal­an rek­ur sex vatns­afls­virkj­an­ir á Íslandi, þar á meðal Lag­ar­foss­virkj­un, Skeiðsfoss­virkj­un og Rjúk­anda­virkj­un. Fé­lagið sel­ur raf­orku til heim­ila, fyr­ir­tækja og stofn­ana um allt land á sam­keppn­ismarkaði. Orku­sal­an er dótt­ur­fé­lag Rarik, sem er í eigu Íslenska rík­is­ins.

Í framkvæmdastjórn Orkusölunnar eru nú þau Andri Teitsson, Halla Marinósdóttir, Heiða Halldórsdóttir og Þengill Ásgrímsson. Magnús Kristjánsson er forstjóri Orkusölunnar.