Grænt ljós - Sólheimar
Sólheimar eru sjálfbært samfélag ríflega 100 einstaklinga á Suðurlandi. Þar er áhersla lögð á lífræna ræktun, listsköpun, ferðaþjónustu og skógrækt auk þess sem þar er rekin öflug félagsþjónusta. Á Sólheimum er löng hefð fyrir umhverfisvitund enda var svæðið á meðal þeirra fyrstu á Norðurlöndum þar sem lífræn ræktun var stunduð. Garðyrkjustöð svæðisins, Sunna, er einn stærsti framleiðandi á lífrænt ræktuðu grænmeti á Íslandi.
"Það er okkur mikils virði að hafa viðurkenninguna Græna ljósið, það sýnir bara að við séum á réttri leið.,,
Vottunin samræmist sannfæringu íbúa á svæðinu þar sem sjálfbærni og umhverfisvitund eru í hávegum höfð. Græna ljósið er staðfesting á því að allt rafmagn sem Sólheimar nota er 100% endurnýjanleg raforka.
"Hérna er stanslaust stuð.,,
Vottunin hefur reynst mörgum fyrirtækjum afar mikilvægt, enda felst í viðurkenningunni einstakt tækifæri til aðgreiningar á markaði þar sem græn vottun gegnir sífellt mikilvægara hlutverki.