Grænt ljós - Pure North
Pure North Recycling er í dag eina fyrirtækið hérlendis sem endurvinnur plast að fullu. Plastmengun er sívaxandi vandamál, af mannavöldum sem allur heimurinn er að kljást við. Markmið endurvinnslunnar er að umbreyta notuðu plasti aftur í plast og halda kemískum efnum frá vinnslunni þannig að kolefnissporið verði lítið sem ekkert í þessu ferli. Vinnsluaðferð Pure North Recycling er einstök á heimsvísu, umhverfisvæn og byggir á íslensku hugviti.
" Græna ljósið er náttúrulega okkur gífurlega mikils virði.,,
Viðurkenningin Græna ljósið frá Orkusölunni gerir Pure North kleift að aðgreina sig á markaði og eykur markaðsforskot á erlendri grundu. Græna ljósið felur í sér staðfestingu á því að allt rafmagn sem fyrirtækið notar sé 100% endurnýjanleg raforka, með upprunaábyrgðum samkvæmt alþjóðlegum staðli. Vottunin hefur reynst mörgum fyrirtækjum afar mikilvæg, enda felst í henni einstakt tækifæri til aðgreiningar á markaði þar sem græn vottun gegnir sífellt mikilvægara hlutverki.
"Það tryggir í rauninni okkar möguleika á að selja okkar vöru áfram með þessum gæðastimpli. Þetta er náttúrulega bara einstakt á heimsvísu, að geta boðið upp á slíka vöru.,,