Græna ljósið - Pósturinn

Grænt ljós - Pósturinn

Pósturinn sinnir mikilvægu hlutverki í íslensku samfélagi sem flestir landsmenn þurfa að reiða sig á. Eymar Plédel Jónsson, vörustjóri hjá Póstinum, segir að starfsemi Póstsins sé skilgreind sem grunninnviðastarfsemi.

Hlutverk Póstsins er að tengja saman fólk og fyrirtæki og samfélög,“ segir Eymar.

Pósturinn hefur nú hlotið Grænt ljós frá Orkusölunni en það staðfestir að öll raforka sem fyrirtækið notar er 100% endurnýjanleg. Að mati Eymars er Græna ljósið mjög mikilvægt fyrir starfsemi Póstsins, sérstaklega þegar þau eru að færa sig út í meiri sjálfbærni og ætla sér að ná ákveðnum markmiðum á því sviði. Ásdís Káradóttir, sjálfbærnistjóri Póstsins, segir það skipta miklu máli að sýna samfélagslega ábyrgð í flutningabransanum sem hefur vitanlega mikil áhrif á umhverfið og er mengandi.

Við erum með þá sýn að sjálfbærni verði samofin menningu Póstsins,“ bætir Ásdís við.

Græna ljósið hefur reynst mörgum fyrirtækjum afar mikilvægt, enda felst í viðurkenningunni einstakt tækifæri til aðgreiningar á markaði þar sem græn vottun gegnir sífellt mikilvægara hlutverki. „Við bæði finnum að samstarfsaðilar erlendis frá spyrja stöðugt um sjálfbærni og vilja vita nákvæmlega hvar við erum stödd í þeim efnum,“ segir Ásdís. Í þeim svörum segir Eymar að Græna ljósið sé mjög góður klettur.

Og nú getum við sýnt fram á, klárt og kvitt, að öll orkan okkar er græn,“ bætir Ásdís við.