Grænt ljós Orkusölunnar - Hovdenak Distillery

Hovdenak Distillery er pínulítið og sætt eimingarhús í Hafnarfirði þar sem framleiddar eru hágæðavörur með úrvalshráefnum. Notast er við einstakt eimingarkerfi þar sem að eimingin fer fram við lágan hita í lofttæmi.

,,Græna ljósið er mikils virði fyrir starfsemi okkar. Með því að velja vottaða endurnýjanlega orku styrkjum við umhverfisstefnu okkar, drögum úr kolefnisspori og stuðlum að sjálfbærari framtíð" segir Hákon Freyr Hovdenak, eigandi Hovdenak Distillery

Hovdenak Distillery er með Grænt ljós frá Orkusölunni, sem vottar að öll raforka sem fyrirtækið notar er 100% endurnýjanleg.