Græna ljósið - Nordic Wasabi

Grænt ljós - Nordic Wasabi

Óli Hall og Ragnar Atli Tómasson eru stofnendur Nordic Wasabi, en hugmyndin að fyrirtækinu kviknaði í háskólanámi í verkfræði. Þeir eru á meðal yngstu garðyrkjubænda á Íslandi. Við heimsóttum Óla og Ragnar í hátæknigróðurhús Nordic Wasabi þar sem þeir sögðu okkur frá upphafinu, wasabi plöntunni og mikilvægi orku í starfseminni.

Nordic Wasabi er alvöru japanskt wasabi sem ræktað er á Íslandi og er fyrsta og eina ferska wasabi sem hefur verið ræktað hérlendis. Fyrirtækið er íslenskt og var stofnað í þeim tilgangi að nýta auðlindir landsins sem felast í hreinu vatni, lofti, jarðhita og rafmagni frá endurnýjanlegum orkugjöfum til ræktunar á hágæða afurðum til útflutnings.

" Að fá þessa viðurkenningu sem Græna ljósið er gerir okkur kleift að markaðssetja okkur út á við.,,

Viðurkenningin Græna ljósið frá Orkusölunni gerir Nordic Wasabi kleift að aðgreina sig á markaði og eykur markaðsforskot á erlendri grundu, þar sem að viðurkenningin felur í sér staðfestingu á því að hátækni gróðurhúsið á Egilstöðum og allt rafmagn sem fyrirtækið notar sé 100% endurnýjanleg raforka, með upprunaábyrgðum samkvæmt alþjóðlegum staðli.