Grænt ljós - Kjörís

Kjörís er framleiðslufyrirtæki sem þjónustar Íslendinga með ís. Fyrirtækið var stofnað árið 1969 en fyrsti ísinn fór á markað 31. mars það ár. Kjörís hefur því verið starfandi í 53 ár og er orðið eitt af elstu framleiðslufyrirtækjum á landinu sem hafa verið í eigu sömu fjölskyldu alla sína tíð. Kjörís hefur hlotið Grænt ljós frá Orkusölunni sem staðfestir að öll orka sem notuð er við framleiðsluna er 100% endurnýjanleg.

Við metum það svo að það sé mikið markaðslegt gildi í Græna ljósinu og bara að okkar viðskiptavinir og neytendur viti það að öll okkar starfsemi byggi á því að hér sé unnið í sátt við umhverfið og að endurnýjanleg orka sé hér lykilatriði,“ segir Valdimar Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Kjörís.

Græna ljósið hefur reynst mörgum fyrirtækjum vel, enda felur það í sér einstakt tækifæri til aðgreiningar á markaði þar sem græn vottun gegnir sífellt stærra hlutverki. „Græna ljósið er mjög mikilvægt fyrir fyrirtæki eins og okkar,“ segir Valdimar og bætir því við að fyrirtækið starfi á samkeppnismarkaði hér á landi og þar að auki séu þau að reyna að gera sig aðeins gildandi í útflutningi. Kjörís sé raunar orðinn einn stærsti ísseljandi í Færeyjum í dag.

Við teljum okkur bara njóta ákveðins góðvilja með því að fá Græna ljósið og vita það að orkan okkar sem við notum hérna er alveg 100% endurnýjanleg,“ segir Valdimar að lokum.