Grænt ljós - Golfklúbburinn Oddur

Golfklúbburinn Oddur var stofnaður árið 1993 og meginstarfsemi hans felst í rekstri og umsjón Urriðavallar sem er umvafinn fallegu landslagi og hrauni í útjaðri Heiðmerkur. Að auki rekur klúbburinn glæsilegt veitinga- og klúbbhús á svæðinu þar sem er glæsilegt útsýni yfir völlinn. Golfklúbburinn Oddur hefur nú hlotið Grænt ljós frá Orkusölunni sem staðfestir að öll orka sem notuð er við starfsemina er 100% endurnýjanleg.

"Það er bara jákvætt að við séum með Grænt ljós og að við séum með vottorð upp á það að vera með rafmagn sem er umhverfisvænt,“

„Við erum náttúrulega einn af fjórum golfklúbbum á Íslandi sem eru umhverfisvottaðir,“ segir Þorvaldur og bætir því við að Græna ljósið sé allt í kring um golfvöllinn. Orkunotkun er töluverð á svæðinu, bæði í klúbbhúsinu og á vellinum sjálfum en Þorvaldur segir að notast sé við slátturóbota sem ganga fyrir rafmagni og að almennt sé reynt að velja tæki sem ganga fyrir rafmagni eins og mögulegt er. Við erum alltaf að færa okkur meira og meira yfir í rafmagn sem orkugjafa,“ segir Þorvaldur.

Græna ljósið hefur reynst mörgum fyrirtækjum afar mikilvægt, enda felst í viðurkenningunni einstakt tækifæri til aðgreiningar á markaði þar sem græn vottun gegnir sífellt mikilvægara hlutverki. Þorvaldur segir að það skipti þau miklu máli að sýna samfélagslega ábyrgð. „Sérstaklega út af umhverfisáhrifum og þessi tæki eru náttúrulega miklu hljóðlátari heldur en gömlu bensín- og dísilvélarnar."