Grænt ljós - G. Run

G.Run, eða Guðmundur Runólfsson, er hefðbundið fiskvinnslu- og útgerðarfyrirtæki sem er starfrækt í Grundarfirði.

"Pabbi stofnaði þetta fyrirtæki í grunninn 1947, þá 27 ára gamall, lét byggja fyrir sig bát og hóf útgerð héðan.,,

Sjálfur hefur hann búið í Grundarfirði alla tíð og fyrirtækið verið starfrækt þar í rúm 70 ár. „Þetta hefur verið okkar ævistarf, tveggja kynslóða,“ segir Guðmundur Smári. G.Run er með Grænt ljós frá Orkusölunni, sem vottar að öll raforka sem fyrirtækið notar er 100% endurnýjanleg.

"Græna ljósið er táknmynd hluta þess sem við erum að gera og viljum gera, vera með hreina endurnýjanlega orku alveg eins og við viljum endurnýja fiskstofna og annað þess háttar. Þar viljum við vera og okkar meginstefna er.,,