Grænt ljós - Brauð & co

Brauð & co er í grunninn handverksbakarí þar sem áhersla er lögð á lífrænt gæðahráefni. Við heimsóttum Brauð & co en bakaríið hefur hrifið alla landsmenn með sætu bakkelsi og gómsætum súrdeigsbrauðum. Fyrirtækið er nú þegar með fimm útibú og stefnir á opnun sjötta staðarins á næstu misserum. Brauð & co hefur frá upphafi lagt áherslu á heiðarleika, gagnsæi og umhverfisvitund.

"Við erum að hugsa um umhverfið.,,

Brauð & co hefur veirð með Grænt ljós frá Orkusölunni í tvö ár. Græna ljósið er staðfesting á því að allt rafmagn sem fyrirtækið notar sé 100% endurnýjanleg raforka, með upprunaábyrgðum samkvæmt alþjóðlegum staðli. Vottunin hefur reynst mörgum fyrirtækjum afar mikilvægt, enda felst í viðurkenningunni einstakt tækifæri til aðgreiningar á markaði þar sem græn vottun gegnir sífellt mikilvægara hlutverki.

"Við erum með gæðahráefni, það er númer eitt, tvö og þrjú hjá okkur. Þannig afhverju ekki græn orka ?,,