
Glæstur árangur DODICI í Houston
Eitt af verkefnunum sem hlaut styrk frá Orkusölunni í ár var ferð 7 ungra keppenda frá grunnskóla Vopnafjarðar á heimsmeistarakeppni First Lego League í Houston. Liðið fékk nafnið DODICI og var það okkur sönn ánægja að geta styrkt þau undir formerkjum grósku en það er eitt af gildum Orkusölunnar.
Krakkarnir stóðu sig með miklum sóma og lentu í 105. sæti með róbótinn Garðar SigurWin. Að auki sigruðu þau Encore hluta keppnina með sínu liði en þar eru þrjú lið sett saman í hóp og vinna að því að hanna og forrita róbotana sína til þess að leysa óundirbúnar þrautir í tveimur kappleikjum. DODICI vann þar frábært samstarf með liðum frá Kaliforníu og Massachusetts sem reyndi á samskiptahæfileika, útsjónarsemi og samvinnu.
Það er greinilegt að það er mikil gróska og hugvit á Vopnafirði. Orkusalan óskar öllum meðlimum DODICI innilega til hamingju með glæsilegan árangur!