
Erling hélt erindi á morgunverðarfundi
Taktikal hélt morgunverðarfund fyrir starfræna leiðtoga þann 12.nóvember síðastliðinn á Hilton Nordica en þar var Erling Ormar Vignisson, upplýsingatæknistjóri Orkusölunnar, með erindi.
Orkusalan nýtir sér SmartFlows á mjög áhugaverðan hátt en ein áhrifamesta leiðin sem Orkusalan notar er til þess að stytta afgreiðslutíma fyrir nýja viðskiptavini. Áður gat þetta ferli tekið nokkra daga og krafist langdregna tölvupóstssamskipta, en nú geta viðskiptavinir komið í raforkuviðskipti á nokkrum mínútum. Einnig hefur tengingin við Netorku, í gegnum SmartFlows, verið mikilvægt skref til þess að auðvelda málin.

Komdu í viðskipti ferlið hefur aldrei verið betra
"Við höfum sett mikla orku í þetta verkefni, einfaldað ferlið og gert það skilvirkara. Á þessum árum sem ég hef verið í raforkubransanum höfum við tekið gífurlegum framförum í tæknivæðingu innanhúss, samstarf okkar við Taktikal er mikilvægur liður í þeirri vegferð. Eins verð ég að nefna að komdu í viðskipti ferlið okkar hefur aldrei verið betra, en það sannaði sig heldur betur núna á síðustu vikum,,
segir Erling Ormar Vignisson, upplýsingatæknistjóri Orkusölunnar