
Bleikur dagur og bleikar húfur
Eins og undanfarin ár tók starfsfólk Orkusölunnar virkan þátt í Bleika deginum: öll mættum við í einhverju bleiku og var haldið upp á daginn með ljúffengum smákökum merktum Bleiku slaufunni. Öllu starfsfólki voru auk þess færðar að gjöf húfur merktar Bleiku slaufunni til styrktar mikilvægu málefni Krabbameinsfélagsins.
Við höfum tekið þátt í Bleikum október árum saman og alltaf haft gaman af – saman styðjum við baráttuna gegn krabbameini!