Friðrik Larsen og Heiða Halldórsdóttir afhenda fulltrúa Wekiwi verðlaunin.

Orkusalan á CHARGE

Alþjóðlega ráðstefnan CHARGE Energy Branding var haldin í Berlín dagana 23.-24. október sl. Um er að ræða vinsælan viðburð sem fjallar um uppbyggingu vörumerkja í orkuiðnaði.
Fjöldi áhugaverðra fyrirlesara kom fram á ráðstefnunni í ár sem var vel sótt, bæði af íslenskum og erlendum starfsmönnum í orkugeiranum.

Samhliða ráðstefnunni fór fram verðlaunahátíð þar sem bestu vörumerkin í orkugeiranum hlutu CHARGE verðlaunin. Verðlaunin eru veitt þeim orkufyrirtækjum sem standa framar en önnur vörumerki þegar kemur að mörkun (e.branding) fyrirtækja. Í ár var slegið met í fjölda tilnefninga en verðlaunin eru eftirsóknarverð á meðal orkufyrirtækja um allan heim.

Síðastliðin tvö ár hefur Orkusalan átt fulltrúa í dómnefnd en veitt eru verðlaun í fimm flokkum. Heiða Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustu tilkynnti sigurvegara í ár í flokknum The World’s Best Established Brand en það var fyrirtækið Wekiwi sem hlaut verðlaunin í þeim flokki.