Frá Fallorku til Orkusölunnar

Fallorka, dótturfélag Norðurorku, hefur hætt sölu á rafmagni og gert samning við Orkusöluna. Orkusalan mun kaupa alla raforku sem Fallorka framleiðir í virkjunum sínum. Þú færð því áfram rafmagn úr heimabyggð hjá Orkusölunni en nauðsynlegt er að skrá sig í viðskipti. Það tekur aðeins 1-2 mínútur.

Við bjóðum upp á mismunandi orkuleiðir en ódýrasta leiðin er SparOrka á 9,92 kr./kWh. Samkvæmt síðustu verðskrá Fallorku var verð þeirra 11,94 kr./kWh.

Ertu með spurningar?

Komdu og spjallaðu við okkur á Glerártorgi og við aðstoðum þig frá kl. 12 -17 dagana 3.- 5. desember og 8. - 9. desember nk.

Starfsfólk Orkusölunnar

Við erum í stuði!

Orkusalan framleiðir og selur rafmagn, rekur sex vatnsaflsvirkjanir um allt land og er með starfsstöð á Akureyri. Orkusalan er í eigu Rarik ohf. sem er opinbert hlutafélag í eigu ríkisins.

Orkusalan leggur mikla áherslu á góða þjónustu og hafa viðskiptavinir aldrei verið ánægðari samkvæmt íslensku ánægjuvoginni.

Við hlökkum til að vera í stuði með ykkur!

Spurt og svarað