Grímsárvirkjun

Uppsett afl
2,8 MW
Meðalrennsli á sek.
13 M3
Virkjunin opnaði
1958
Staðsetning
Austurland

Grímsárvirkjun

Gríms­ár­virkjun virkjar rennsli Grímsár í Skriðdal eins og nafnið gefur til kynna, en Grímsá er dragá, sem á upptök í fjall­garði milli Aust­fjarða og Fljóts­dals­héraðs og fellur í Lagar­fljót við Vallanes.

Upphaf virkj­un­ar­innar

Með lögum frá Alþingi árið 1952 var Rafmagns­veitum ríkisins heim­ilað að virkja Grímsá á Völlum eða Fjarðará í Seyð­is­firði með allt að 2000 hest­afla orku­veri. Frá því átti að leggja aðal­orku­veitu til Seyð­is­fjarð­ar­kaup­staðar, Neskaup­staðar og Eski­fjarðar. Eftir nokkrar rann­sóknir var á vormán­uðum 1954 ákveðin 2,8 MW virkjun í Grímsá við Gríms­ár­foss sem var um 18 m hár.

Árnar í kring

Grím­sáin fær nafn eftir að Geit­dalsá og Múlaá hafa fallið saman í einn farveg í Skrið­dalnum. Múlaá á upptök í Ódáða­vatni og nefnist þá Öxará. Þaðan fellur áin niður heiði er nefnist Öxi og í Skriðu­vatn og nefnist eftir það Múlaá. Vatna­svið Grímsár er 500 km2 við virkj­unina. Rennsli er æði sveiflu­kennt og er mesta rennsli um 300 rúmmetrar á sekúndu sem er tífalt meðal­rennsli árinnar. Minnsta rennsli er aðeins liðlega 1 rúmmetri á sekúndu.

Framkvæmdir

Fram­kvæmdir við virkj­unina hófust sumarið 1955. Vegna stað­hátta var ákveðið að reisa neðan­jarð­ar­stöð. Flúð eða stallur er 35 m fyrir ofan foss­brún og var reist 400 m löng stífla fyrir ofan þessa flúð og er hún 12 m þar sem hún er hæst í árfar­veg­inum.

Hverfill er af Francis gerð og er með lóðréttan ás. Stöðv­arhús er tveggja hæða bæði neðan- og ofanjarðar. Á efri hæð er stjórn­klefi, verk­stæði og á neðri hæð er véla­salur. Frárennsl­is­göng voru sprengd út í gil neðan við Gríms­ár­foss og eru um 30 m löng.