
Úr dísil í hreint stuð - Lagarfossvirkjun 50 ára
Lagarfossvirkjun | 14.september kl 11:00 - 14:00 |
Orkusalan býður til skemmtilegrar samverustundar við Lagarfossvirkjun nk. sunnudag sem hluti af bæjarhátíðinni Ormsteiti í Fljótsdalshéraði. Afmælið fer fram í fallegu umhverfi við stöðvarhúsið og virkjunina.
Dagskrá dagsins - stuð, saga og samvera:
- Veitingar á svæðinu frá kl 11:00, grillaðar pylsur, drykkir, afmæliskaka og kaffi
- Hoppukastali, kubbur og Pétanque fyrir börnin
- Sýning á stöðvarhúsi, spjall við stöðvarstjóra og fræðsla um sögu virkjunarinnar og starfsemi hennar í dag
Á Austurlandi á sjöunda áratugnum var raforka að mestu framleidd með dísilvélum. Rekstur þeirra var bæði dýr og mengandi og eftirspurn eftir öruggari og hagkvæmari orku orðin mikil. Með opnun Lagarfossvirkjunar 1975 var stigið mikilvægt skref í átt að sjálfbærri raforkuframleiðslu fyrir heimilin og atvinnulífið á svæðinu. Í dag, hálfri öld síðar, minnir sagan á þá umbreytingu sem varð þegar hrein orka tók við af dísilframleiðslu og undirstrikar þann árangur sem Íslendingar hafa náð í orkuskiptum
Mætum sem flest í tilefni þessa merka áfanga í sögu raforkumála á Austurlandi.
Öll velkomin – við hlökkum til að sjá ykkur!