Skautum jólin inn saman!

Njóttu á Stuðsvellinu með þínu allra besta fólki. Léttar veitingar og drykki má finna við svellið til að halda á sér hita á milli skautaferða.

Bókaðu þína skautastund hér að neðan og við sjáumst á svellinu!

Opnunartímar Stuðsvellsins

Stuðsvellið er opið alla daga frá 12-22 svo þú getur pottþétt fundið tíma til að skauta smá!

Við mælum með að þú mætir 10 mínútum áður en þú átt bókað þína skautastund. Þú getur fengið lánaða skauta og hjálm hjá okkur eða komið með þinn eigin búnað.

Verðskrá Stuðsvellsins

Skautaðu á spottprís! Aðgangur á Stuðsvellið kostar 1.490 kr. á mann. Frítt er á svellið fyrir 5 ára og yngri.