Hafliði Ingason, sölustjóri

Hafliði hóf störf hjá Orkusölunni þann 1. febrúar 2009 og er því búinn að starfa hjá fyrirtækinu í 14 ár. Hafliði hefur gengið í hin ýmsu störf innan fyrirtækisins en verkefni hans í dag snúa að viðskiptastýringu og sölu til fyrirtækja.

Þau verkefni sem taka mest af mínum tíma er skipulag sölu og stýring viðskiptatengsla,“ segir Hafliði og nefnir einnig mikilvægi þess að skapa tengsl við þau fyrirtæki sem fyrir eru.

Tilboðsgerð, smáar verðkannarnir til stærri útboða ásamt umhirðu viðskiptasafns tekur góðan bút af mínum vinnudegi ásamt frágangi nýrra viðskipta,“ segir Hafliði

Hrein sala er það sem drífur og þeim mun meiri tími sem ég hef til að sinna köldum sölum, þeim mun meira stuði er ég í,“ segir Hafliði sem er jafnframt þekktur fyrir að vera mikill stuðbolti.

Hvað gerir Orkusöluna að góðum vinnustað?

Hafliði man þá tíma þegar einungis tveir starfsmenn störfuðu á skrifstofunni í Reykjavík og nefnir að í grunninn eru það þrír hlutir sem gera Orkusöluna að góðum vinnustað.

,,Í fyrsta lagi eru það gríðarlega fjölbreytt verkefni sem gerir Orkusöluna að góðum vinnustað. Í öðru lagi þá hefur frá fyrsta degi verið lögð áhersla á að starfsfólki líði vel í vinnu og utan vinnu. Síðast en ekki síst þá er orkugeirinn frábær geiri og samvinna við flott og spennandi fyrirtæki mikil, " segir Hafliði

Hvað er stuð fyrir þér?

,,Stuð er ...

Geggjuð sala ...

Góður matur ....

Vín sem virkar ...

Kántrý í karókí ...

Suma daga fær maður allt þetta hjá Orkusölunni, " segir Hafliði