

Hraðhleðslustöðvar Orkusölunnar
Orkusalan hóf vegferð sína í hleðslulausnum árið 2018 með það að markmiði að auðvelda rafbílaeigendum að komast leiðar sinnar hringinn í kringum landið.
Orkusalan hefur sett upp hraðhleðslustöðvar bæði á Akureyri og á Suðurlandi en Orkusalan og Ískraft hafa gert með sér samkomulag um uppbyggingu hraðhleðslustöðva um land allt á næstu árum.

Orkusölulykill
Með Orkusölulyklinum getur þú hlaðið í öllum hleðslustöðvum Orkusölunnar víðsvegar um landið.
Lykilinn getur þú nálgast í höfuðstöðvum Orkusölunnar, Urðarhvarfi 8B í Kópavogi, eða fengið hann sendan upp að dyrum.

Orkusalan í samstarf við e1
Orkusalan og e1 hafa tekið höndum saman um að allar hleðslustöðvar Orkusölunnar verði aðgengilegar í e1-appinu en með þessu vill Orkusalan styðja við íslensk sprotafyrirtæki og auðvelda rafbílaeigendum aðgang að öllum stöðvum á einn stað.
e1 er íslenskt hugbúnaðarsprotafyrirtæki sem hefur þróað app með það að markmiði að allir geti fundið hleðslustöðvar, hlaðið og greitt fyrir á einfaldan hátt. Aðalmarkmið e1 er að sameina allar hleðslustöðvar á einum stað en koma jafnframt á deilihagkerfi þar sem eigendur hleðslustöðva geta selt öðrum aðgang að sínum stöðvum.