Spennandi kostur fyrir heimilið

Þú borgar minna fyrir heimahleðsluna með því að leigja stöð hjá Orkusölunni. Hvort sem þig vantar hleðslustöð fyrir einbýli, fjölbýli eða sumarbústaðinn, þá erum við með stöð sem hentar þér. Þú velur stöðina og við aðstoðum þig með rest. Svo einfalt er það.

...og 20% afsláttur af rafmagninu!

Til þess að komast í Heimastuð Orkusölunnar þarf heimilið þitt að vera í viðskiptum hjá okkur. Ef þú ert ekki nú þegar í viðskiptum hjá Orkusölunni þá göngum við frá því þegar þú hefur valið þér hleðslustöð.

Að sjálfsögðu færð þú okkar bestu kjör á raforku: 20% afslátt af rafmagninu heima! Borðleggjandi dæmi!

Amina - heimahleðslustöð

Amina (990 kr./mán)

Stuðrík 7 kW hleðslustöð á aðeins 990 kr. á mánuði. Fullhleður 70 kWh rafhlöðu á u.þ.b. 10 klst.

Qudo - heimahleðslustöð

Qudo (1.990 kr./mán)

Dugmikil og sívinnandi 22 kW hleðslustöð á aðeins 1.990 kr. á mánuði. Fullhleður 70 kWh rafhlöðu á u.þ.b. 4 klst.

Easee - heimahleðslustöð

Easee (2.890 kr./mán)

Snjöll og fjölhæf 22 kW hleðslustöð sem tæklar öll verkefni. Aðeins 2.890 kr. á mánuði. Fullhleður 70 kWh rafhlöðu á u.þ.b. 4 klst. En það er ekki allt: Í gegnum app í síma er hægt að fylgjast með hleðsluhraða stöðvarinnar ásamt því að hefja og stöðva hleðslu.

Borgar sig að leigja?
Með því að leigja hleðslustöð hjá Orkusölunni gegn vægu gjaldi greiðir þú lægri kostnað í upphafi miðað við að kaupa þína eigin hleðslustöð. Kosturinn er líka sá að rekstur stöðvarinnar, bilanir og möguleg útskipti eru á ábyrgð Orkusölunnar.
Lægra verð
Við bjóðum upp á lægra verð á hleðslulausnum í áskrift. Okkar lægsta mánaðargjald fyrir hleðslustöð er 990 kr. Gjaldið fer að sjálfsögðu eftir því hvaða hleðslustöð þú velur.
Mesta stuðið
Heimastuð er í boði fyrir alla viðskiptavini Orkusölunnar sem einnig kaupa raforku fyrir heimili. Þau sem eru með Heimastuð í áskrift fá einnig 20% afslátt af heimilisrafmagni.
Uppsetning
Í vefverslun Orkusölunnar getur þú fengið uppsetningu fyrir hleðslustöðina gegn föstu gjaldi. Uppsetningin er miðuð við ákveðin skilyrði, en í öðrum tilfellum geta ráðgjafar okkar gefið þér fast verð á uppsetningu þar sem allt er innifalið. Mjög þægilegt.
Fjögur skref til þess að panta hleðslustöð í áskrift: velja hleðslustöð, klára pöntun, fá stöðina afhenta og áskriftargjald er sent næstkomandi mánaðamót.

Hvernig skrái ég mig í áskrift?

 • Þú velur þá hleðslustöð sem hentar þér best
 • Þú klárar pöntunina hér á vefnum
 • Við sendum þér stöðina eða þú sækir hana til okkar
 • Næstkomandi mánaðamót sendum við þér áskriftargjaldið til greiðslu í netbanka.

Hleðslulausnir fyrir fjölbýli

Ertu í fjölbýli? Fjölbýlislausnin er á leiðinni!

Ekki örvænta við höfum samband við þig innan skamms og ráðgjafar Orkusölunnar hjálpa þér að koma upp hleðslustöðvum í fjölbýlinu þínu.

Spurt og svarað

 • Heimastuð er hleðsluáskrift þar sem þú færð aðgang að heimahleðslustöð til leigu fyrir rafbílinn sem hentar bæði sérbýlum,fjölbýlum og fyrirtækjum, allt eftir þínum þörfum. Hér getur þú lesið meira um Heimastuð

 • Þú greiðir mánaðarlega áskrift, frá 990 kr/mán og færð heimahleðslustöð frá Orkusölunni heim til þín. Þjónusta og ábyrgð er innifalin í mánaðarlegri greiðslu. Hér getur þú lesið meira um Heimastuð

 • Heimastuð er fyrir alla viðskiptavini Orkusölunnar sem vilja spara bæði fyrirhöfn og fjármuni. Þannig sleppur þú við að kaupa dýran búnað og færð tengingu við fyrsta flokks stuð fyrir bílinn.

 • Hér má sjá verðskrá fyrir heimahleðslu í áskrift Orkusölunnar frá 1. janúar 2022.

 • Öll þjónusta og viðhald á hleðslustöðinni er innifalin í Heimastuði frá Orkusölunni. Mánaðarleg áskrift er frá 990 kr. auk mánaðarleg raforkunotkun heimilisins. Með Heimastuði færð þú 20% afslátt af raforkunotkun heimilisins.

 • Já allir rafbílar geta hlaðið í heimahleðslustöðum frá Orkusölunni, bæði TYPE 1 & TYPE 2 tengi.

 • Hægt er að kaupa hleðslusnúru sér, hún fylgir ekki með heimahleðslustöðvum frá Orkusölunni.

 • Þú byrjar á því að velja þér hleðslustöð í vefverslun Orkusölunnar og ferð í gegnum skráningarferlið. Í kjölfarið færð þú nánari upplýsingar frá starfsfólki Orkusölunnar.

 • Þú greiðir mánaðargjald fyrir leigu á heimahleðslustöðinni. Viðskiptavinir Orkusölunnar sem eru í áskrift af Heimastuði fá 20% afslátt af heimilisrafmagni. Hér getur þú séð verðskrá Orkusölunnar

 • Það er enginn lágmarksbinditími í Heimastuði hjá Orkusölunni. Þú getur sagt upp áskriftinni með mánaðarfyrirvara.

 • Hægt er að velja um þrjár týpur af hágæða hleðslustöðvum í Heimastuði Orkusölunnar. Viðskiptavinir geta bæði valið um að fá 7 kW eða 22 kW hleðslustöð. Hér getur þú lesið allt um okkar hleðslustöðvar.

 • Uppsetning á hleðslustöð kostar 119.900 kr og hægt er panta uppsetningu í vefverslun Orkusölunnar.

 • Það sem er innifalið í uppsetningu er eftirfarandi;

  • Akstur á staðinn.
  • Uppsetning og tenging varnarbúnaður í rafmagnstöflu (lekaliðasjálfvar 3x32A).
  • Borun í gegnum einn vegg.
  • Allt að 10 metra lagnaleið (með 5x4q eða 5x6q streng).
  • Uppsetning hleðslustöðvar á vegg.
  • Kennsla á búnað.
  • Lokaúttekt og tilkynning til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.
  • Allt efni, kaplar, rör og smáefni sem jafnan þarf til þess sem að ofan er lýst.
 • Það sem er ekki innifalið í uppsetningu

  • Jarðvegsvinna.
  • Breyting á rafmagnstöflu ef þörf krefur (t.d. breyting í þrífasa).
  • Lagnaefni umfram 10 metra leið.
  • Uppsetning hleðslustöðvar í fjölbýlishúsi.

  Mikilvægt er að töflubúnaður standist lágmarksöryggiskröfur áður en hafist er handa.

  Komi í ljós að aðstæður á uppsetningarstað kalli á viðbótarkostnað verður kaupanda gerð grein fyrir því áður en lengra er haldið.

 • Þjónustuaðilar á vegum Orkusökunnar sjá um uppsetningu á hleðslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri, þ.e. Reykjavík og sjö nágrannafélög hennar. Svæðið nær frá botni Hvalfjarðar í norðri og suður fyrir Straumsvík sunnar Hafnarfjarðar.

 • Þú getur náð í Easee appið hér , bæði fyrir Android og IOS

  Í Easee appinu getur þú stjórnað hleðslunni, byrjað að hlaða bílinn og slökkt á hleðslunni, stýrt því hvenær bíllinn á að hætta að hlaða og tímastillt hleðsluna. Einnig getur þú séð hversu mikið afl er að koma inn á rafbílinn, hvort hleðslustöðin sé opin eða lokuð og gott er að vita að það er einnig hægt að læsa kapalinn í heimahleðslustöðinni.