Kveiktu á
Græna ljósinu

Grænt ljós felur í sér tæki­færi til aðgrein­ingar á markaði þar sem græn vottun gegnir lykil­hlut­verki. Þú sækir Grænt ljós með því að skrá þig inn á þjón­ustu­síður okkar.

Komdu í viðskiptiErtu í viðskiptum?

Fáðu Grænt ljós

Ef þú ert í viðskiptum hjá Orkusölunni þá getur þú fengið Grænt ljós sem er staðfesting á að allt rafmagn sem þú notar er 100% endurnýjanleg raforka, með upprunaábyrgðum samkvæmt alþjóðlegum staðli.

Græn orka skiptir okkur öll máli og mikilvægt að upprunaábyrgðir séu ekki seldar úr landi. Því eru heimili og fyrirtæki í auknum mæli að sækja sér Grænt ljós frá Orkusölunni til að aðgreina sig á markaðnum.

Skráðu þig inn á þjónustuvefinn og fáðu Grænt ljós.

Viðurkenning fyrir græna orku

Í samstarfi við auglýsingastofuna Brandenburg og Tréborg höfum við látið hanna og útbúa grip til að fyrirtæki geti sýnt fram á að þeirra starfsemi noti eingöngu grænt vottað rafmagn.

Gripurinn er hannaður og framleiddur hér á landi og sómir sér vel á hillum viðskiptavina okkar.

Yfir 5.000 fyrirtæki með Grænt ljós

Frá því að við gáfum fyrsta Græna ljósið árið 2016 hafa fjölmörg fyrirtæki fengið afhent Græna ljósið. Við erum þakklát þeim fyrirtækjum sem láta græna orku skipta sig máli.

„Það er mikill heiður að fá Grænt ljós frá Orkusölunni og um að ræða enn eina rósina í hnappagatið í grænni vegferð sveitarfélagsins.“

Rósa Guðbjartsdóttir

Bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar

Komdu í viðskipti