29.1.2022

Uppfærðir viðskiptaskilmálar

Birtir hafa verið uppfærðir viðskiptaskilmálar Orkusölunnar sem taka gildi þann 1. febrúar 2022.

Utan þess að samræma orðanotkun og skýra orðalag efnislega óbreyttra ákvæða, þá eru skilmálarnir einnig uppfærðir til að taka mið af framkomnum breytingum á reglugerð 1150/2019 um raforkuviðskipti og mælingar.

Nýtt heimilisfang félagsins að Urðarhvarfi 8 í Kópavogi er nú tiltekið í kafla 1, "Gildissvið". Þá er í kafla 3, "Upphaf samnings", að finna nánari skýringar á því hvenær þjónusta Orkusölunnar getur hafist við notendaskipti eða þegar tekið er á móti nýjum viðskiptavinum á raforkumarkaði.

Í kafla 4, "Uppsögn samnings", er uppsagnarákvæði stytt úr einum mánuði í 3 vikur til að endurspegla núgildandi reglur á raforkumarkaði. Þá er einnig að finna ítarlegri útskýringar á kringumstæðum sem heimila riftun samnings af hendi Orkusölunnar eða viðskiptavina.

Þá er einnig bætt við nýjum kafla 10, "Persónuvernd", sem fjallar um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga með vísan í persónuverndarstefnu Orkusölunnar.

Komdu í viðskipti