16.10.2020

Kerfisuppfærsla Orkusölunnar

Kæru viðskiptavinir, frá og með næstu helgi, 17. október, vinnum við að umfangsmiklum kerfisbreytingum sem geta haft áhrif á þjónustuvefinn okkar.

Áætlað er að nýr þjónustuvefur fari í loftið í byrjun nóvember og verði notendavænni fyrir viðskiptavini. Vegna kerfisbreytinga sem nú eiga sér stað geta orðið tafir á uppfærðum upplýsingum um eftirstöðvar og uppgreiðsludaga reikninga hér á þjónustuvefnum. Ef þér tekst ekki að leysa úr erindi þínu á þjónustuvefnum bendum við á þjónustuver okkar sem svarar í síma 422 1000 alla virka daga á milli klukkan 09:00-16:00, en einnig má senda okkur línu á netfangið orkusalan@orkusalan.is.

Komdu í viðskipti