21.9.2022

Orkusalan hættir að gefa út reikninga á pappírsformi

Kæru viðskiptavinir,

Samkvæmt umhverfisstefnu Orkusölunnar er eitt af markmiðum okkar að draga úr pappírsnotkun. Við viljum nú taka stórt skref í þeim málum, en í hverjum mánuði sendum við fjöldann allan af reikningum sem prentaðir eru á pappír, settir í umslög og keyrðir út til viðskiptavina með bréfpósti.

Frá og með 1. október mun Orkusalan ekki gefa út reikninga eða greiðsluseðla á pappír nema óskað sé eftir því sérstaklega. Við gefum alltaf út kröfu sem hægt er að greiða í netbanka, óháð því hvort reikningur er prentaður eða ekki. Viðskiptavinir okkar geta nálgast alla reikninga á Mínum síðum Orkusölunnar.

Fyrir prentun og póstburð reikninga greiðir þú í dag 291 krónu í seðilgjald fyrir sérhvert umslag sem berst inn um bréfalúguna. Ef þú vilt halda áfram að fá reikninga og greiðsluseðla á pappírsformi getur þú skráð inn á Mínar síður Orkusölunnar og undir „Stillingar“ geturðu breytt greiðslumáta þínum í „Greiðsluseðill á pappír“.

Ef þú vilt heldur leysa málið í gegnum síma þá tekur þjónustuver okkar með ánægju á móti símtölum í síma 422-1000. 

Orkusalan er eina orkufyrirtækið á almennum markaði sem kolefnisjafnar bæði rekstur fyrirtækisins og eigin vinnslu á raforku með tilliti til bindingar. Við erum stolt af árangri okkar á þessu sviði og vonum að þú takir þátt í þessu skrefi með okkur.

Bestu kveðjur,

starfsfólk Orkusölunnar

Komdu í viðskipti