27.3.2020

Orkusalan er stoltur styrktaraðili hátíðarinnar Aldrei fór ég suður

Hátíðin Aldrei fór ég suður fer fram 10-11. apríl á Ísafirði. Hátíðin er hins vegar haldin með breyttu sniði í ár þar sem Covid-19 herjar á landið og hefur hátíðin beðið fólk að mæta ekki á staðinn.

Hátíðin mun alfarið fara fram á netinu og veðrur streymt heima í stofu. Við hvetjum alla til að stilla raftækin og horfa á tónleikana heima hjá sér. Orkusalan er stoltur styrktaraðili hátíðarinnar eins og undanfarin ár. Hér eru upplýsingar um hátíðina fyrir áhugasama.

Komdu í viðskipti