6.3.2020

Norðurljósahlaup Orkusölunnar 2020

Norðurljósahlaup Orkusölunnar var haldið 8 febrúar síðastliðinn sem hluti af Vetrarhátið Reykjavíkurborgar.

Þar mættu þátttakendur í litskrúðugum fötum og upplýstum varningi frá Orkusölunni og tóku þátt í frábærri upplifun. Engin tímataka var skráð enda snýst Norðurljósahlaupið fyrst og fremst um skemmtun, heilbrigða líðan og að upplifa ljósaviðburði í gegnum borgina meðal vina og fjölskyldu. Upphitun byrjaði kl. 18:00 í Listasafni Reykjavíkur þar sem Dj Dóra Júlía steig á svið og stjórnaði fjörinu með stæl ásamt dönsurum. Jón Jónsson tók síðan nokkur lög og stýrði þátttakendum með prýði af stað í hlaupið.

Þátttakendur gátu valið að hlaupa 4 km eða 5 km leið í gegnum borgina og virða fyrir sér hin ýmsu kennileiti Reykjavíkur og sjá mögnuð ljósbrot og aðrar uppákomur á leið sinni. Þátttakan fór fram úr öllum væntingum og var uppselt í hlaupið enda veðrið frábært.

Orkusalan þakkar fyrir þátttökuna og hlökkum við til að sjá ykkur í næsta Norðurljósahlaupi

Komdu í viðskipti