23.3.2020
Í samstarfi við auglýsingastofuna Brandenburg og Tréborg höfum við hannað og látið útbúa grip, Græna ljósið, til að fyrirtæki geti sýnt fram á að þeirra starfsemi noti eingöngu grænt vottað rafmagn.
Á vetrar mánuðunum janúar og febrúar heimsóttum við fjölmörg fyrirtæki og gáfum þeim Græna ljósið.
Jómfrúin var fyrsta stopp í lok desember þar sem Græna ljósið var afhent og jólaandinn fyllti húsið.
Vestmannaeyjarbær tók á móti okkur opnum örmum og fengu afhent Græna ljósið við gott tilefni, Halla Marinósdóttir orkuráðgjafi og Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyja handsala samninginn.
Græna ljósið ferðaðist um allt land og stoppaði einnig hjá bruggurunum á Austri Brugghús sem nota aðeins 100% grænt rafmagn frá Orkusölunni. Orkurráðgjafarnir okkar eru í óðaönn að heimsækja fyrirtæki og afhenda Græna ljósið. Ef þú eða þitt fyrirtæki hefur áhuga ekki hika við að senda okkur línu. Á facebooksíðu Orkusölunnar má sjá fleiri fyrirtæki sem fengu afhent Græna ljósið.