18.5.2020

Eru þínar veitur að nota minna rafmagn í COVID-19 faraldrinum?

Vegna aðstæðna undanfarnar vikur höfum við ástæðu til að halda að rafmagnsnotkun hafi minnkað verulega hjá sumum okkar viðskiptavinum. Við erum með nokkra punkta sem vert er að lesa og sjá hvort þið getið nýtt ykkur okkar tilmæli.

Vegna aðstæðna undanfarnar vikur höfum við ástæðu til að halda að rafmagnsnotkun hafi minnkað verulega hjá sumum okkar viðskiptavinum. Þessir viðskiptavinir geta einna helst verið aðilar í eða tengdir ferðaþjónstu. Við erum með nokkra punkta sem vert er að lesa og sjá hvort þið getið nýtt ykkur okkar tilmæli.

 • Lesa af mælum:

  Til að komast hjá óvenju háum raforku reikning sem miðast af fyrri áætlun er nauðsynlegt að lesa af mælum. Þetta á við um mæla sem eru með áætlaða raforkunotkun og við mælum með því að senda inn álestur af þeim mælum inn á þjónustuvef Orkusölunnar

Reglulegir álestrar tryggja að ekki sé óþarfa notkun í fasteigninni og við komumst hjá óþarfa orkusóun.

 • Orkuráðgjafar:

  Ef ekki næst ásættanlegur árangur af orkusparandi leiðum er hægt að hafa samband við Orkusöluna og orkuráðgjafi getur aðstoðað með að ná raforkunotkuninni niður.

 • Rafmagnsofnar:

  Draga úr kyndingu þar sem hægt er, td. Í rýmum þar sem enginn er.

 • Ljós:

  Draga úr lýsingu eins og kostur gefst

 • Kælar:

  Yfirfara og tryggja að kælar sem eru í notkun séu ekki í gangi.

Mikilvægt er að viðskiptavinir séu meðvitaðir um eigin raforkunotkun og fylgist með sínum mælum. Einnig viljum við vekja athygli á þjónustuvefnum okkar en þar er hægt að nálgast reikninga sem og skoða notkun og áætlanir.

Komdu í viðskipti